Á morgun segir sá lati!

Í þessu tilfelli er sá lati sú lata eða frúin sjálf.  Ætla að gera eina tilraun enn til að halda þessu bloggi mínu lifandiSmile.  Leti er löstur og ég berst gegn slíkum ósóma eins og hægt er, en því miður.....eins og ég segi ein tilraun enn.

Ligg annars í rúminu  núna stíf eins og spýta eftir hressilega aftanákeyrslu í gær.  Tek fram að það var keyrt aftan á mig og litli Pusinn minn kastaðist á næsta bíl fyrir framan.  Kúlan eftst á kroppnum hentist auðvitað út og suður þannig að eftirköstin eru að láta á sér kræla.  Ekki mjög spennandi í ljósi þess að nú eru aðeins um 72 stundir í sumarfríið.  Ætla því að láta eins prinsessan á bauninni þangað til...Grin....eða reyna það að minnsta kosta.   Sem betur er nú eiginlega allt alveg tilbúið, aðeins eftir að kaupa nokkra dollara og troða ofaní tösku.  Allir orðnir svaka spenntir þó eitt og annað skyggi nú á.  Amma mín, 94 ára fór í aðgerð í gær og sem betur fer heilsast henni vel.  Pabbi minn er að fara í stóra aðgerð á föstudaginn og verður vonandi komin á braut til heilsu, þegar við förum.   Þar sem við sátum á slysó í gær og biðum ( þrír klukkutímar, nýtt persónulegt met) þá fréttum við að Selma mágkona mín á Ísó hefði slasað sig og verið væri að flytja hana suður með sjúkraflugi.  Nú og við biðum svo lengi á slysó eftir einhverjum að meta mig að við náðum meira að segja að hitta á Selmu greyið, útúrdópaða og vart viðræðuhæfa.  Hún fór svo í aðgerð í gærkvöldi þar þeir tjösluðu saman á henni ökklanum sem talinn var tvíbrotinn en reyndist svo þríbrotinnFrown

Á leiðinni heim af slysó spurði ég hvort ég fengi ekki fjölskylduafslátt en því miður er Guðlaugur Þór ekki búinn að koma slíku kerfi á.........

Bið að heilsa í bili,  over and out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúllan mín. Það er naumast óheppnin. Ég skal hugsa extra hlýlega til þín og vona að þú njótir frísins eins vel og hægt er. Knús knús til ykkar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband