Toronto kvödd á drynjandi Pontiac!

Ligg hér upp í rúmi á hóteli í Cambridge, Ontario.  Bara ég og drengurinn sem eru vöknuð. Unglingurinn getur alltaf sofið og Brynjari veitir ekki af smá hvíld eftir akstur gærdagsins.  Kvöddum Toronto í gær eftir góða daga í þessari skemmtilegu borg.  Seinni daginn þar fórum við m.a. og skoðuðum gæmigerðan markað í eldgamalli múrsteinsbyggingu.  Alltaf gaman að koma á svona markaði þar sem öllu ægir saman í mat.  Augun ætluðu út úr höfðinu á drengnum yfir öllum flottheitunum en þeir sem þekkja hann vita að hann elskar mat.  Við fengum okkur smá ólífu smakk og kirsuber og dáðumst svo að öllu kjötinu og þefuðum af ostunum.  Um kvöldið voru sumir orðnir svo þreyttir að þeir skiluðu öllu matarkyns pent í klósettið.  Eftir smá stund heyrðist svo hin gullna setning "ég er svangur."  Vorum þá nokkuð viss að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur.  Í gærmorgun  náðum við svo í bíleleigubílinn og fengum hvorki meira né minna Pontiac Grand Prix sem drynur í þegar B snertir bensíngjöfina.  Á þessu farartæki skutumst við út úr Toronto og í átt að Cambridge.  Höfðum viðað að okkur góðum leiðbeiningum þannig að þetta var ekki mikið mál.  Fórum héðan og kíktum á yndislega gamlan bæ,  ST. Jacobs, þar sem aðalgatan hefur verið óbreytt síðan guð má vita hvenær.  Þetta er á svæði Mennoníta en þeirra lífsýn er mjög sviðuð og hjá Amish fólkinu.  Þarna sáum við fólk aka í hestakerrum og alles og gláptum auðvitað úr okkur augun.  Fórum á mjög skemmtilegt lítið safn um sögu Mennónía og sáum að þeir eins og margir aðrir voru hraktir frá Evrópu vegna trúarskoðanna sinna.  Að labba þarna á aðalgötunni í því dásemdarveðri sem var í gær,  var bara eins og að vera komin í Húsið á sléttuna.  Þarna keypti ég mér litla heinasaumaða Mennoníta / Amish dúkku og einn af mínum draumum varð að veruleika þegar ég kom inn í mína fyrstu bútasaumsbúð utan Íslands.  Agreiðslukonan var að sjálfsögðu mennoníti og seldi mér pínu vöndul af grænu efni, með bros á vör.  Í staðinn fyrir að taka hraðbrautina til baka ókum við sveitavegina og það var yndislegt.  Sáum heimili Mennónítana með sínum risastóru hlöðum sem myndu eflaust rúma smáþorp á Íslandi.  Hérna allt í kringum hótelið eru risa verslunarcomplexar og dró ég liðið yfir götuna í gærkvöldi til að kíkja í Wal-mart.  Wal-mart selur allt og þá meina ég allt sem hugurinn girnist.  Þessar búðir eru svo stórar að hægt væri að búa þar og koma aldrei út eftir nauðsynjum því þú hefur þær á staðnum.  Röngluðum þarna um og fjárfestum sandölum á liðið og Ari keypti sér litla leikjatölvu fyrir afmælispeningana sína.

Í dag er svo stefnan tekin á Canadas Wonderland sem er risa skemmtigarður með öllu sem hægt er að ímynda sér.  Loksins er liðið orðið nógu hávaxið til að fara í Rússibana og þau geta ekki beðið.  Mamman verður líklega að bíða bara á meðan og passa töskur og myndavélarBlush.

Vil svo benda ykkur á Fréttablaðið í gær, bls. 10 að mig minnir.  Þar er mynd af unglingssnillingnum mínum.  Hún og 9 bekkjarfélagar hennar voru að taka samræmd próf í stærðfræði og fékk hópurinn hvorki meira né minna en 9.8 í meðaleinkun.....geri aðrir betur.

Læt í mér heyra eftir rússibanaferðir dagsins........

kv. Maja og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband