13.6.2008 | 12:36
Af rússibönum og fleiri skaðræðisgripum
Verð nú bara að segja það að ég skil ekke alveg hvað það er sem fær fólk til að fara í rússibana og önnur ennþá hræðilegri tæki til að láta hrista sig og skekja og æða áfram á ofsahraða og fá ekki við neitt ráðið. Í gær fór ég í mína fyrstu og síðustu rússibanaferð. Ákvað að drífa mig með krökkunum, svona til að sýnast ekki alger aumingi. Þetta var stærsti og hraðskreyðasti timburrússibani í Kanada. Og til að gera langa sögu stutta þá geri ég þetta aldrei aftur. Náði ekki einu sinni að verða hrædd, fáranlegt. Sat bara pinnstíf og ríghélt mér í með augun lokuð allan tímann. Jebb, aldrei aftur. Í dag er svo stefnan tekin á Niagara og svo yfir til USA á morgun. Búið að vera ansi heitt þessa daga, samt ekki of og sumir sólbrenna en aðrir ekki.....nefni engin nöfn. Í dag þyrftu sumir t.d. að vera í flík sem nær næstum upp að eyrum og derhúfan verður ekki tekin niður vegna sólbrúna í hvirfli........hihi. Annars er bara gaman en og börnin segja........biðjum að heilsa öllum og gaman ef einhver ættingi myndi senda mér póst og gefa mér upp stöðuna á sjúklingunum í fjölskyldunni.
Megið líka alveg commenta........knús til allra!
Athugasemdir
Elsku dúllan mín ... ég er náttúrlega svo skrýtinn og sæki stundum í óttann. Það þýðir ekki að ég ætli að fara í fallhlífarstökk eða í teygjustökk! Never!! En ég fer í rússíbana vegna ánægjunnar við óttann og það er adrenalínið eftir á. Úff já. En ég skil þig vel, dúlla.
Hlakka til að sjá myndir og heyra sögur af Niagara ...
kveðjur og knús til ykkar!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:09
Hello , voða er gaman að fylgjast með lýsingunum úr ferðalaginu, þær eru náttúrulega bara ferlega skemmtilegar og Maja mín, þú ert hugrakkari en ég ,þar sem ég fer aldreialdrei aldreiii í rússíbana né önnur álíka tæki.
Bestu kveðjur frá A-eyri,
Dolla
Dolla (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.